Fyrirtækið Soccer and Education USA hefur á undanförnum árum hjálpað mikið af íslensku íþróttafólki að komast í nám í Bandaríkjunum.
Nám í Bandaríkjunum er ansi kostnaðarsamt en íþróttafólk fær oftar en ekki styrki fyrir öllu náminu.
Á þessu hefur Soccer and Education USA mikla sérþekkingu og greina frá tölunum í kringum það fyrir árið 2024.
„Nú í haust fóru 73 leikmenn á okkar vegum til Bandaríkjanna á íþróttastyrk. Það verður spennandi að fylgjast með þeim elta draumana, æfa og spila við frábærar aðstæður og ná sér í verðmæta menntun,“ segir á vefsvæði fyrirtækisins.
Upphæðirnar eru í reynd rosalegar. „Heildarupphæð styrkja til leikmanna nemur $9.503.288, eða um 1.365.535.910 íslenskum krónum,“ segir fyrirtækið um málið.
Það eru Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir, fyrrum knattspyrnufólk sem eiga og reka fyrirtækið.