fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Hver yrði besti forsætisráðherrann? Sjáðu hvað landsmenn segja

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 12:30

Kristrún, Þorgerður og Sigmundur Davíð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir telja að Kristrún Frostadóttir yrði besti forsætisráðherrann að loknum kosningum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu sem framkvæmd var dagana 15. til 20. nóvember síðastliðinn. Svarendur voru 1.454 talsins.

Samkvæmt niðurstöðunum telja 27,3% aðspurðra að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, yrði besti forsætisráðherrann. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 21,3% fylgi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er svo í þriðja sæti með 13,6% fylgi og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forsætisráðherra, er í 4. sætinu með 10,3% fylgi. Þar á eftir koma svo Sigurður Ingi Jóhannsson (6,6%), Inga Sæland (4,6%), Sanna Magdalena Mörtudóttir (4,6%), Svandís Svavarsdóttir (2,7%), Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (2,0%), Arnar Þór Jónsson (1,6%) og lestina rekur Jóhannes Loftsson (0,4%). Fimm prósent nefndu engan af ofantöldum.

Kristrún nýtur einnig mest trausts í stól fjármála- og efnahagsráðherra en 37,4% telja að hún yrði besti fjármála- og efnahagsráðherrann. Þar á eftir koma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (14,3%) og Bjarni Benediktsson (14,0%). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (9,5%), Inga Sæland (5,5%) og Sigurður Ingi Jóhannsson (5,2%) koma þar á eftir.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, Svandís Svavarsdóttir, Arnar Þór Jónsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jóhannes Loftsson koma svo í næstu sætum þar á eftir – öll með innan við 5% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Missti firmaheitið sitt í hendur Kynnisferða og ásakar ráðuneytið – „Ótrúlega ábyrgðalaus stjórnsýsla“

Missti firmaheitið sitt í hendur Kynnisferða og ásakar ráðuneytið – „Ótrúlega ábyrgðalaus stjórnsýsla“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lukka spyr hvort læknarnir sem gagnrýna hana séu öfundsjúkir – Segir ósannar sögur ganga í lokuðum hópi lækna á Facebook

Lukka spyr hvort læknarnir sem gagnrýna hana séu öfundsjúkir – Segir ósannar sögur ganga í lokuðum hópi lækna á Facebook
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar
Fréttir
Í gær

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –
Fréttir
Í gær

Óvænt úrslit í fyrstu skák heimsmeistaraeinvígisins

Óvænt úrslit í fyrstu skák heimsmeistaraeinvígisins