fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Eyjan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 08:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra, þó að Umboðsmaður Alþingis hafi fyrir ári síðan talið hann vanhæfan til ráðherradóms, skrifaði grein á Vísi 15. nóvember undir fyrirsögninni: Krónur, evrur og fullveldi“

Bjarni hefur verið einn áhrifamesti stjórnmálamaður landsins síðasta áratug, lengst af sem fjármála- og efnahagsráðherra, og er því með ólíkindum að Bjarni virðist ekkert sérstaklega vel að sér um ýmis erlend, alþjóðleg, hagkerfi og efnahagsmál.

Stöðugleiki krónunnar byggir að nokkru/miklu á okurvöxtum krónuhagkerfisins

Bjarni talar fyrst um það að íslenzka krónan hafi verið afar stöðug síðasta áratug án þess að skilja að þessi stöðugleiki byggist ekki á eigin burðum, heldur umfangsmiklum, dýrum og stórskaðlegum umbúnaði og hjálpartækjum, styrktar- eða burðargálgum, sem halda henni uppi.

Einn þessara burðargálga eru krónu-okurvextirnir, sem hafa átt mikinn þátt í að forða henni frá falli, en þessir vextir hafa verið margfaldir á við t.a.m. evru-vexti. Þess vegna hefur þetta virkað, menn hafa sótt nokkuð í krónuna í stað þess að forða sér frá henni.

Að þessu leytinu til hafa skuldarar landsins þurft að bera miklar byrðar til að halda krónunni gangandi en fjármagnseigendur og bankar hafa ekki bara sloppið við byrðar heldur notið góðs af. Einhliða þung og mikil kvöð á skuldurum, en bankar og fjármagnseigendur hafa fleytt rjómann ofan af vaxtafjárflæðinu.

Bjarni virðist ekki gera sér grein fyrir þessum þætti.

Ef okurvextirnir hefðu ekki gilt og haldið krónunni uppi má ætla, að krónan hefði hrunið enn einu sinni, kannske væru nú 200-250 krónur í evru, í stað um 145.

Vitaskuld er það rétt að mikill gjaldeyrisvarasjóður, oft upp á um 1.000 milljarða, kemur þarna líka til, en hugsar Bjarni til þess hversu mikið sá gjaldeyrisvarasjóður kostar; hversu mikið mætti spara ef ekki þyrfti að halda honum úti til að styðja veiklaða krónuna og þá um leið hversu mikið mætti gera með þessa fjármuni til að endurreisa íslenzka innviði, styrkja atvinnuvegi og auka velsæld?

ESB ekki eitt hagkerfi eins og USA

Bjarni talar svo um hagvöxt í ESB, Bandaríkjunum og á Íslandi, og ber þar saman þróun mála, eins og ESB og Bandaríkin séu sambærileg hagkerfi.

Bjarni virðist ekki skilja, að ESB er ríkjasamband 27 sjálfstæðra þjóðríkja, sem hvert um sig er með eigið, sjálfstætt, hagkerfi, þó að 20 þessara ríkja nýti sér evruna sem gjaldmiðil. Bandaríkin aftur á móti eru 250 ára gamalt sambandsríki, eitt ríki, eitt hagkerfi 50 fylkja eða undirríkja, sem er auðvitað allt annað mál.

Mörg þeirra sjálfstæðu ríkja og hagkerfa, sem nú mynda ESB, voru um áratugaskeið lömuð, undir hæl Sovétríkjanna, meðan þau voru og hétu og drottnuðu yfir Austu-Evrópu. Þessi ríki þurfa auðvitað tíma til að ná upp sinni velferð, þó að hagvöxtur sé þar víða öflugur.

Dæmi um einstök ESB-ríki/hagkerfi, sambærileg við okkur, þar sem hagvöxtur er hins vegar langtum meiri en hér, eru Lúxemborg með VLF upp á USD 151.000  á mann/á ári og Írland með USD 128.000 á mann/á ári, á sama tíma VLF á mann/á ári á Íslandi er USD 79.000.

Myndi full aðild að ESB hafa áhrif á íslenzk hagkerfi? NEI!

Bjarni og ýmsir aðrir Sjálfstæðis-, Miðflokks- og Framsóknarmenn hafa haldið því fram að full aðild að ESB myndi hafa neikvæð áhrif á íslenzkan hagvöxt. Þetta er hrein rangfærsla, algjör firra því eins og að ofan greinir eru ESB-ríkin hvert með sitt sjálfstæða hagkerfi, án nokkurra beinna tengsla, þannig að á sama hátt og sterku hagkerfin í ESB, eins og Lúxemborg og Írland, geta ekki lyft okkar hagvexti, geta þau hagkerfi í Austur- og Suður Evrópu sem veikust eru ekki dregið íslenzka hagkerfið niður.

VLF er þó ekki málið, heldur kaupmátturinn

Bjarni segir svo m.a. þetta: „Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB.“ Skv. þessu á kaupmáttarvöxtur á Íslandi að hafa verið miklu hraðari og meiri en í ríkjum ESB.

Virt efnahagsstofnun í Þýzkalandi, Laenderdaten.info, gerði á tímabilinu 2022-2023 úttekt á því hver kaupmáttur hinna ýmsu þjóða hefði verið.

Voru annars vegar reiknaðar út meðaltekjur (VLF) þegna hvers lands og svo það hver framfærslukostnaður á mann í sama landi væri. Framfærslukostnaður var reiknaður á grundvelli þessara kostnaðarliða: 1. Húsnæðiskostnaður 2. Matarkostnaður 3. Fatnaður 4. Heilsa og líkamsrækt 5. Ferðamennska, rekstur bíls meðtalinn 6. Frítími og menning 7. Samskipti 8. Menntun.

Stofnunin stillti dæminu þannig upp, að staðan í Þýzkalandi, tekjur og framfærslukostnaður þar, mynduðu samanburðargrundvöllinn: Var kaupmáttarvísitalan þar sett á 100 stig.

Hvernig kom Ísland út með sinn kaupmátt?

Því miður ekki vel. Okkar kaupmáttarstig, miðað við Þýzkaland, var 85,6 stig.

Ef okkar kaupmáttur, sem auðvitað er helzti mælikvarðinn á efnalega velferð okkar/peningaleg lífsgæði/hvað við getum leyft okkur, væri viðmið, væru þessar þjóðir fyrir ofan okkur í kaupmætti:

Noregur 56%, Lúxemborg 54%, Singapúr 48%, Bermúdaeyjar 44%, Færeyjar 33%, Írland 32%, Sviss 29%, USA 28%, Svíþjóð 22%, Holland 22%, Austurríki 20%, Hong Kong 17%, Þýzkaland 17%, Danmörk 17%,  Sameinuðu arabísku furstadæmin 13%, Belgía 10%, Macau 9%, Finnland 3%, Ástralía 1%.

Í reynd þýðir þetta, að kaupmáttur allra hinna Norðurlandanna, Noregs, Færeyja, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, er meiri, að hluta til miklu meiri, en okkar Íslendinga.

Það er von að Bjarni tali fjálglega um að kaupmáttarvöxtur hér sé margfalt hraðari en í ESB/Evrópu og að hann sé ánægður og stoltur af sínum verkum og stöðu Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins