Leicester vonast til þess að vera búið að ráða sér nýjan knattspyrnustjóra fyrir leikinn gegn Brentford á laugardag í ensku úrvalsdeildinni.
Steve Cooper var rekinn úr starfi á sunnudag eftir tap gegn Chelsea um helgina.
Aiyawatt Srivaddhanaprabha eigandi Leicester og Jon Rudkin yfirmaður knattspyrnumála leiða leitina.
Talið er að Leicester muni ræða við bæði Graham Potter og Ruud van Nistelrooy um starfið.
Nistelrooy hætti hjá Manchester United á dögunum og Graham Potter hefur verið án starfs í átján mánuði eftir að hann var rekinn frá Chelsea.