Einstaklingur birtir myndband í Reddit-færslu, sem tekið er á akstri viðkomandi um höfuðborgarsvæðið. Viðkomandi segist hafa verið að leita að norðurljósum en í myndbandinu sést hins vegar nokkuð furðulegt og mun sjaldgæfara en norðurljós.
Í myndbandinu sést einstaklingur ganga á gangstétt íklæddur búningi og veifandi geislasverði eins og því sem er eitt helsta einkenni Stjörnustríðskvikmyndanna (e. Star Wars). Segir færsluhöfundur að myndbandið sé tekið klukkan 22:30 að kvöldi til.
Segist færsluhöfundur hafa verið að leita að norðurljósum en fundið í staðinn Jedi-riddara en þeir gegna stóru hlutverki, eins og margir þekkja, í áðurnefndum kvikmyndum.
Einn aðili bendir þó í athugasemd á að miðað við búninginn sé líklega um aðila að ræða sem tilheyri hinni illu reglu Sith-riddara sem eru meðal höfuðandstæðinga Jedi-riddaranna.
Flestir sem skrifa athugasemdir við færsluna eru þó einna áhugasamastir um akstursskilyrði að vetri til á Íslandi. Færsluna, með myndbandinu, má sjá hér fyrir neðan.
Went to find Borealis… found a Jedi
byu/RozzaRitch inVisitingIceland