Þetta kemur fram í umfjöllun Augsburger Allgemeine sem segir að mataræði, sem dregur úr bólgum og styður við heilbrigði liðbrjósksins, eigi að samanstanda af eftirtöldu:
Hollum fituefnum: ólífuolía, valhnetuolía, hörfræjaolía og fiskiolía en allar þessar olíur innihalda mikið af omega-3 fitusýrum. Fiskur á borð við makríl og síld er einnig góður í þessu samhengi.
Grænmeti og ávextir: Spínat, spergilkál og önnur dökkgræn blaðsalöt sem innihalda vítamín og kalsíum. C-vítamínríki ávextir eins og appelsínu og ber.
Gróft korn og belgávextir: Heilhveiti, baunir og ertur sem innihalda trefjar en þær draga úr bólgum.
Krydd sem vinna gegn bólgum: Túrmerik og engifer vinna gegn bólgum.
Svo eru aðrar fæðutegundir sem auka bólgur og verki sem fylgja slitgigt og því er auðvitað gott að draga úr neyslu þeirra eða forðast með öllu.
Þetta eru til dæmis: Smjör, rjómi, fituríkar mjólkurvörur, forunnar kjötvörur, rautt kjöt, innmatur, egg, feitir ostar, áfengi, nikótín og kaffi.