fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð

Pressan
Laugardaginn 30. nóvember 2024 14:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt gervigreindarkerfi, FALCON, gæti orðið til þess að það muni heyra sögunni til að flugfarþegar upplifi mikla ókyrrð í lofti. FALCON hjálpar flugvélum að læra hvernig þær geta lagað sig að ókyrrðinni á nokkrum mínútum.

Live Science skýrir frá þessu og segir að vísindamenn hafi þróað FALCON til að takast á við ókyrrð í lofti og hafi áherslan aðallega verið á ómönnuð flugför fram að þessu.

Ókyrrð í lofti er heitið á loftþrýstingi sem veldur því að flugvélar hristast. Þetta er mest áberandi þegar flugvél flýgur í gegnum svæði þar sem loftþrýstingurinn breytist. Ólíkt fljúgandi dýrum, sem hafa þróað með sér getu til skynja þær breytingar í umhverfinu sem valda ókyrrð, og geta lagað flug sitt að þeim og tryggt þannig að flug þeirra verði ljúft.

Í rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu NPJ Robotics, er skýrt frá hvernig vísindamenn þróuðu stjórntækni fyrir flugför. Þessi tækni byggist á gervigreindarkerfinu FALCON sem sér um að aðlaga flugið að ókyrrðinni sem vélin lendir.

Tæknin, sem FALCON byggir á, hefur áður verið notuð til að þróa gervigreindartækni sem lagar hreyfingar að umhverfinu eða farartækinu. FALCON hefur hins vegar einnig verið þróað til að skilja hin undirliggjandi lögmál sem valda því að ókyrrð myndast í lofti. Með þessu getur forritið tekist á við hvaða aðstæður sem er.

Með þessari tækni verður hugsanlega hægt að tryggja að flugfarþegar finni ekki fyrir eins miklum áhrifum ókyrrðar í lofti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar