Live Science skýrir frá þessu og segir að vísindamenn hafi þróað FALCON til að takast á við ókyrrð í lofti og hafi áherslan aðallega verið á ómönnuð flugför fram að þessu.
Ókyrrð í lofti er heitið á loftþrýstingi sem veldur því að flugvélar hristast. Þetta er mest áberandi þegar flugvél flýgur í gegnum svæði þar sem loftþrýstingurinn breytist. Ólíkt fljúgandi dýrum, sem hafa þróað með sér getu til skynja þær breytingar í umhverfinu sem valda ókyrrð, og geta lagað flug sitt að þeim og tryggt þannig að flug þeirra verði ljúft.
Í rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu NPJ Robotics, er skýrt frá hvernig vísindamenn þróuðu stjórntækni fyrir flugför. Þessi tækni byggist á gervigreindarkerfinu FALCON sem sér um að aðlaga flugið að ókyrrðinni sem vélin lendir.
Tæknin, sem FALCON byggir á, hefur áður verið notuð til að þróa gervigreindartækni sem lagar hreyfingar að umhverfinu eða farartækinu. FALCON hefur hins vegar einnig verið þróað til að skilja hin undirliggjandi lögmál sem valda því að ókyrrð myndast í lofti. Með þessu getur forritið tekist á við hvaða aðstæður sem er.
Með þessari tækni verður hugsanlega hægt að tryggja að flugfarþegar finni ekki fyrir eins miklum áhrifum ókyrrðar í lofti.