fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Pressan
Laugardaginn 30. nóvember 2024 13:30

Hluti af Pando. Mynd:Jeff Sullivan/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta lífveran hér á jörðinni er risastór skjálftaösp sem nefnist Pando. Hún er í Utah í Bandaríkjunum og nær yfir rúmlega 40 hektara. En auk þess að vera stærsta lífveran, þá er hún ein sú elsta.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt á bioRxiv, kemur fram að plantan sé á milli 16.000 til 80.000 ára. Hún fjölgar sér með því að klóna sjálfa sig með sprotum.

Elsta lífveran, sem fjölgar sér ekki með klónun, er Methusalah, sem er bristlecona fura í austurhluta Kaliforníu. Hún er 4.856 ára.

Live Science segir að aldur Pando sé áætlaður út frá stökkbreytingum hennar en ekki erfðamengi.

Nýja rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.

Rozenn Pineau, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að hið áætlaða aldursbil sé ansi breitt því sjaldgæft sé að aspir stökkbreyti sér og ekki sé vitað með vissu hversu hratt þessu erfðafræðilegu sérkenni safnist upp í nýjum sprotum og stofnum.

Rannsóknir á vatnsbotni nærri Pando sýndu að þar hafa asparfrjó safnast upp í 60.000 ár. Það bendir til að plantan hafi verið til á þeim tíma sem fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni