Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt á bioRxiv, kemur fram að plantan sé á milli 16.000 til 80.000 ára. Hún fjölgar sér með því að klóna sjálfa sig með sprotum.
Elsta lífveran, sem fjölgar sér ekki með klónun, er Methusalah, sem er bristlecona fura í austurhluta Kaliforníu. Hún er 4.856 ára.
Live Science segir að aldur Pando sé áætlaður út frá stökkbreytingum hennar en ekki erfðamengi.
Nýja rannsóknin hefur ekki verið ritrýnd.
Rozenn Pineau, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að hið áætlaða aldursbil sé ansi breitt því sjaldgæft sé að aspir stökkbreyti sér og ekki sé vitað með vissu hversu hratt þessu erfðafræðilegu sérkenni safnist upp í nýjum sprotum og stofnum.
Rannsóknir á vatnsbotni nærri Pando sýndu að þar hafa asparfrjó safnast upp í 60.000 ár. Það bendir til að plantan hafi verið til á þeim tíma sem fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku.