Þetta kemur fram í stöðumati bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War. Segir hugveitan að munurinn á gæðum úrvalssveitanna og hefðbundinna hersveita Rússa, eins og hann hafi verið fyrir stríð, hafi minnkað mikið vegna þess hvernig Rússar haga stríðsrekstri sínum.
Segir hugveitan að úrvalssveitirnar séu nú að mestu vanmannaðar vélvæddar hersveitir sem verði að treysta á árásir fótgönguliðs til að geta náð árangri á vígvellinum.
Hugveitan segir einnig að yfirstjórn rússneska hersins hafi neyðst til að setja nýliða í úrvalssveitirnar vegna mikils mannfalls í röðum þeirra.