´Ndrangheta er eins og áður sagði ráðandi í fíkniefnaviðskiptum á heimsvísu en samtökin koma einnig að peningaþvætti, fjárkúgunum og fleiri glæpum.
Metro segir að Michele Albanese, blaðamaður sem nýtur lögregluverndar vegna umfjöllunar hans um mafíuna, óttist að nú geti blóðbað verið í uppsiglingu ef dauði Strangio tengist langvarandi deilum „villimannanna“ við aðra mafíufjölskyldu.
Antonio Nicaso, sem rannsakar skipulögð glæpasamtök og er prófessor við Rómarháskóla, sagði að óhjákvæmilegt sé að gripið verði til hefndaraðgerða ef Strangio var myrtur. Hann sagði að það muni koma í ljós fljótlega því mafían viti vel hvernig á að senda áhrifarík skilaboð án þess að segja mikið.