Það er ljóst að Knattspyrnusamband Íslands þarf að finna sér nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla eftir að Age Hareide lét af störfum í gær.
Stjórn sambandsins hafði íhugað að rifta samningi Hareide en hann af fyrra bragði ákvað að slíta samstarfinu. Ákvæði var í samningi Hareide að rifta honum núna.
Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa mest verið orðaðir við starfið síðustu vikur og ættu að koma sterklega til greina.
Heimir Hallgrímsson er að stýra Írlandi og er ólíklegur kostur í dag en gæti KSÍ freistast til þess að fá hann heim?
Elísabet Gunnarsdóttir er án starfs og hefur mikla reynslu, gæti Þorvaldur Örlygsson tekið það skref að ráða konu í starfið?
Svo eru það erlendir þjálfarar, Ole Gunnar Solskjær eða aðrir slíkir kostir gætu verið eitthvað sem KSÍ skoðar.
Hvað segir þú um málið?