fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 25. nóvember 2024 19:30

Færeyingar eru mjög fjarskyldir okkur. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný erfðafræðirannsókn sýnir fram á að Íslendingar og Færeyingar eru mun minna skyldir en áður var talið. Uppruni þjóðanna er ekki sá sami og blöndun á milli þeirra í gegnum tíðina hefur verið sáralítil.

Bæði Færeyjar og Ísland voru numin um svipað leyti, á níundu öld, þegar norrænir menn sigldu þangað á langskipum. Færeyjar á fyrri hluta aldarinnar og Ísland á seinni hlutanum. Því mætti búast við því að það hefði verið nokkurn veginn sami hópur manna sem nam bæði lönd. Svo er ekki.

Í nýrri rannsókn erfðafræðinga við Louisville og Wyoming háskólana í Bandaríkjunum og Færeyjaháskóla, sem birt er í tímaritinu Frontiers in Genetics, kemur fram að uppruni Færeyinga er mun breiðari og annar en Íslendinga.

Rannsakaðir voru eiginleikar Y litninga 139 færeyskra karlmanna og þeir bornir saman við litninga 412 karlmanna frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Írlandi. Hægt var því að sjá betur en áður innbyrðis tengsl þessara þjóða og uppruna.

Niðurstöðurnar voru þær að landnemar í Færeyjum komu frá mörgum mismunandi stöðum í Skandinavíu á meðan uppruni Íslendinga er einsleitari.

„Vísindamenn hafa lengi gert ráð fyrir að Færeyjar og Ísland hafi verið numin af svipuðu norrænum fólki. En greiningar okkar sýna að þessar eyjar hafi verið numdar af mönnum úr mismunandi erfðamengi í Skandinavíu,“ segir Christopher Tilquist, prófessor við Louisville háskóla. „Einn hópur, frá mörgum mismunandi stöðum í Skandinavíu, fann sér heimili í Færeyjum, en annar, mjög ólíkur hópur víkinga nam Ísland.“

Þá virðist hafa verið lítil erfðafræðileg blöndun þjóðanna eftir landnám, þrátt fyrir meira en þúsund ára nábýli við hvora aðra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Í gær

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Í gær

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar