fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Fókus
Mánudaginn 25. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paula Badosa og Stefanos Tsitsipas, tveir af bestu tennisspilurum heims, njóta nú lífsins á Íslandi. Keppnistímabili þeirra beggja lauk nýverið og hafa þau verið að hlaða batteríin hér á landi síðustu daga.

Paula, sem er 27 ára Spánverji, er sem stendur í 12. sæti heimslistans eftir að hafa komist hæst í 2. sætið fyrir þremur árum en Grikkinn Stefanos, sem er árinu yngri, er í 11. sæti heimslistans. Hæst komst hann í 3. sæti listans.

Parið byrjaði saman fyrir um einu og hálfu ári en þau hættu saman um stutta stund í maí síðastliðnum.

Á Instagram-síðu Paulu má sjá myndir úr Íslandsferð þeirra en í frétt Tennis Tonic kemur fram að parið hafi meðal annars dvalið á Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Laugardagskvöldinu virðast þau hafa varið í að horfa á bíómynd undir teppi.

Deplar Farm  er margrómað fyrir fyrsta flokks þjónustu og matarupplifun en það er ekki fyrir hvern sem er að gista á hótelinu þar sem ódýrasta nóttin kostar rúmar 550 þúsund krónur.

Hvorki Paula né Stefanos ættu þó að vera á flæðiskeri stödd fjárhagslega enda hafa þau þénað vel í tennisíþróttinni. Stefanos hefur fengið rúmar 30 milljónir dollara á ferli sínum í verðlaunafé en Paula tæpar átta milljónir dollara.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paula Badosa (@paulabadosa)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna