51,3 prósent lesenda 433.is telur að KSÍ eigi að segja upp samningi Age Hareide nú þegar uppsagnarákvæði tekur gildi á næstu dögum.
48,7 prósent vilja hins vegar halda Hareide í starfi út næsta ár hið minnsta en samningur hans glidir út þann tíma.
Starf Hareide landsliðsþjálfari hangi á bláþræði og hefur í raun gert í heilan mánuð eftir að ljóst var að stjórn og stjórnendur KSÍ væru að skoða þjálfaraskipti.
Hareide hefur gert ágætis hluti á þeim átján mánuðum sem hann hefur stýrt liðinu en virðist þó ekki öruggur í starfi.
Stjórn KSÍ er með uppsagnarákvæði í samningi sínum við Hareide sem hægt er að nýta núna í nóvember.