Sky Sports hefur það eftir heimildum að Liverpool hafi verið í samtali við Ramy Abbas umboðsmann Salah frá því í síðasta mánuði.
Sky segir að samtalið hafi verið í gangi. Ekkert formlegt tilboð sé sett á borðið fyrr en samkomulag sé í höfn.
Samningur Salah rennur út eftir tímabilið en ummæli hans eftir sigur á Southampton um helgina hafa vakið mikla athygli.
Sky segir að munur sé á kröfum frá umboðsmanni Salah og því sem Liverpool sé til í að borga honum.
„Ég hef verið hérna lengi, það er ekkert félag eins og þetta. Það er ekkert boð á mínu borði um að framlengja,“ segir Salah um málið.
„Þegar allt kemur til alls þá er þetta ekki í mínum höndum.“
„Ég er meira fyrir utan þetta, ég ef ekki fengið neitt tilboð. Við erum að komast inn í desember og ég hef ekki fengið tilboð um að vera áfram hjá félaginu.“