fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 25. nóvember 2024 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, greindist með krabbamein í byrjun árs. Sem betur fer greindist hann nokkuð snemma og var meinið skurðtækt. Hann er nú í besta formi lífs síns og tókst nýlega á við eitt erfiðasta fjall í Nepal, Ama Dablam. Hann stefnir nú á að bjóða upp á fyrirlestra til styrktar Ljósinu, en hann ræddi um greininguna í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.

Hinum megin við borðið

„Í byrjun árs þá fékk ég þessar erfiðu fréttir að ég væri með ristilkrabbamein sem að kom mér mjög á óvart því ég hef farið í speglun og látið fylgjast með mér hjá vinum mínum, meltingarlæknunum. Ég átti ekki að koma fyrr en eftir tvö ár í eftirlit og það fannst ekkert skrítið við þessa fyrri speglun sem ég hafði farið í átta árum áður.  Þetta er svona tilviljun.“

Tómas var staddur í Nepal þegar hann fékk í magann. Það er ekki óvenjulegt þar í landi en hann tók þó eftir því að hann hafði blóð í hægðum. Fyrst skrifaði hann það á magakveisuna en ákvað þó, sem betur fer, að taka blóðprufu af sjálfum sér. Þar sá hann að gildi blóðrauða voru ekki eins há að við mætti búast í þunna loftinu í Nepal. Þegar hann kom heim lét hann skoða sig og greindist þá í framhaldinu með ristilkrabbamein.

„Þetta var kannski ekki neitt rosalega stórt en þetta óx í óskemmtilega átt, svona inn á við í átt að eitlunum. Svo var reynt að fjarlægja þetta með aðgerð í gegnum endaþarm sem var gerð með svona scope-i eða speglunartæki. En það náðist ekki fyrir það þannig ég fór í mun stærri aðgerð.“

Þar var hluti af ristli  hans fjarlægðu. Aðgerðin gekk vel og það tókst að ná meininu. Tómas segir að vissulega hafi verið undarlegt að vera nú hinum megin við borðið.

„Þetta er auðvitað ákveðið áfall ekki síst að vera hinum megin við borðið. Ég er búinn að gera, ég var að telja það saman um daginn, hátt í þrjú þúsund krabbameinsaðgerðir sjálfur, og þurft að tilkynna fólki niðurstöðuna og fara í gegnum þá vegferð með þeim en þarna var ég sjálfur hinum megin við borðið.“

Taldi sig ósnertanlegan

Tómas telur að þessi reynsla hafi gert hann að betri lækni en auðvitað hafi þetta verið gríðarleg áskorun fyrir bæði hann og fjölskyldu hans. Hann segir margt vitað um ristilkrabbamein og orsakir þess. Helst sé þar um að ræða ættarsögu eða neyslu ákveðinnar fæðutegunda.

„Ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem, ef maður slettir á ensku untouchable, þetta væri ekki mein sem myndi hrekkja  mig. En svona er lífið.“

Við tók aðlögunartími þar sem Tómas glímdi við vandamál sem fylgja styttri ristli, en það tekur um sex mánuði fyrir líkamann að jafna sig eftir aðgerðina. Hann var þó kominn aftur til vinnu þremur og hálfum mánuði síðar, að framkvæma aðgerðir, en að ráði trúnaðarlæknis byrjaði hann þó ekki samhliða að taka vaktir.

Hann fór svo að reyna meira og meira á sig eftir því leið frá aðgerðinni og skellti sér á hvert fjallið eftir öðru. Loks fór hann til Nepal þar sem hann gekk á Ama Dablam sem þykir eitt fallegasta fjall í heimi og á sama tíma álíka krefjandi og Everest.

„Að takast á við þessa áskorun og sýna að það er líf eftir greiningu – lífið heldur áfram – og ég er auðvitað heppinn. Það eru ekki allir svona heppnir að vera lausir með meinið, en það er líka bara það að geta látið gott af sér leiða.“

Tómas segist bera mikla virðingu fyrir Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Sjálfur þurfti hann lítið að nýta sér þjónustuna enda býr hann að því að vera sjálfur læknir og eiga að auki mikið og sterkt bakland. Hann ætlar þó að leggja sitt að mörkum fyrir Ljósið sem sinnir mikilvægu starfi og er sorglega undirfjármagnað. Tómas mun því bjóða upp á fyrirlestra og mun allt endurgjald fyrir þá renna til Ljóssins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Í gær

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“