Chris Wilder stjóri Sheffield United var pirraður eftir 2-2 jafntefli gegn Coventry um helgina í Championship deildinni.
Ástæðan fyrir pirringi Wilder var að vinur hans Mark Robins var rekinn úr starfi hjá Coventry á dögunum.
Coventry hafði verið á slæmum stað undir stjórn Robins þegar hann var rekinn.
„Þeir kveiktu á sér í dag, ég er mikill stuðningsmaður Mark Robins,“ sagði Wilder
„Ef þeir hefðu hlaupið svona í 14-15 leikjunum á undan þá væri kannski einhver með vinnuna sína í dag.“
Chris Wilder wasn’t holding back on Coventry’s players… 👀
pic.twitter.com/mjOatbus1P— Second Tier podcast (@secondtierpod) November 24, 2024