fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, stjórnmálaskýrandi og varaborgarfulltrúi, segir að í umræðunni um „taktískar kosningar“ éti hver upp eftir öðrum að það sé hættulegt fyrir flokka að mælast undir mörkum. Þá hætti kjósendur unnvörpum við að kjósa þá af ótta við að atkvæðin falli dauð.

Sjálfur er Stefán ekki sannfærður um þetta og telur raunar að sagan styðji illa þessa kenningu.

„Þvert á móti hefur það einmitt margoft sýnt sig að það að standa tæpt geti komið sér vel í kosningabaráttu – einmitt vegna þess að í lífróðri finnst kjósendum að atkvæðið sitt vegi meira en ella,“ segir Stefán í athyglisverðum pistli á Facebook-síðu sinni.

„Ragnar Arnalds heitinn varð aldrei glaðari en þegar honum tókst að finna verstu skoðanakönnunina fyrir Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi-vestra og gat þá sent út stríðskallið þess efnis að Gagginn væri í hættu! Sigurður Ingi er farinn að gera slíkt hið sama og mun eflaust uppskera vel,“ segir hann og nefnir svo annað dæmi.

„Skemmtilegasta dæmið er þó úr borgarstjórnarkosningunum 1990 þar sem Sigrún Magnúsdóttir mátti heita örugg inn, en Framsóknarmönnum tókst að finna eina skoðanakönnun sem sýndi hana naumlega úti. Í kjölfarið var svo keyrt á auglýsingum um að Sigrúnu vantaði 120 atkvæði og ljósrituð frétt af skoðanakönnuninni var borin í öll hús. Sigrún var auðvitað aldrei í neinni hættu, varð tíundi borgarfulltrúi af fimmtán og nær því að taka annan mann með sér en að falla sjálf úr borgarstjórn.“

Nokkrir rótgrónir stjórnmálaflokkar eiga í vandræðum þessa dagana miðað við skoðanakannanir nú þegar innan við vika er til kosninga. Þannig hafa Framsóknarflokkurinn og Píratar dansað í kringum fimm prósentin síðustu daga og vikur og þá hefur VG mælst vel undir fimm prósentum síðustu vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu