fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2024 07:30

Marius Borg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marius Borg Høiby, fóstursonur Hákons Noregsprins, situr nú í gæsluvarðhaldi í Osló vegna rannsóknar fjölda mála. Hann er meðal annars grunaður um tvær nauðganir.

Samkvæmt fréttum VG og Aftonposten þá var hann með upptökur af báðum nauðgununum í farsíma sínum. Miðlarnir segja einnig að hann hafi reynt að eyða sönnunargögnum áður en lögreglan fyndi þau.

Lögreglan hefur staðfest að í kjölfar handtökunnar hafi hald verið lagt á síma Høiby og hafi þá fundist upptaka í honum sem varð til þess að nauðgun bættist við langan lista sakarefna á hendur honum. Hann var upphaflega handtekinn í síðustu viku vegna gruns um að hann hefði nauðgað ungri konu.

Þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir hjá dómstól í Osló sagði verjandi Høiby að ekki hefði verið um nauðgun að ræða, samþykki konunnar hafi legið fyrir.

Høiby neitar sök.

VG segir að lögreglan sé með tvær upptökur undir höndum sem sýni þessar meintu nauðganir og að lögregluna gruni að hann hafi reynt að eyða sönnunargögnum úr farsímanum sínum.

Aftonposten segir að honum hafi tekist að eyða einhverjum sönnunargögnum áður en hann var handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð