Valeriy Zaluzninyi, fyrrum herforingi og núverandi sendiherra Úkraínu í Bretlandi, gengur skrefinu lengra og segir að þriðja heimsstyrjöldin sé hafin.
„Árið 2024 getur maður svo sannarlega talið að þriðja heimsstyrjöldin sé hafin. Úkraína berst ekki aðeins við Rússland. Norðurkóreskir hermenn eru einnig við víglínuna. Verum bara hreinskilin. Í Úkraínu drepa írönsk flugskeyti almenna borgara fyrir allra augum,“ sagði hann í ræðu sem hann flutti í Kyiv í síðustu viku að sögn Politico.
Hann bætti því við að bæði norðurkóresk og kínversk vopn séu notuð í stríðinu sem hefur nú staðið yfir í rúmlega 1.000 daga.
Hann sagðist telja að enn sé möguleiki á að takmarka útbreiðslu stríðsins þannig að það verði aðeins háð í Úkraínu en ekki á heimsvísu en af einhverri ástæðu þá vilji bandamenn Úkraínu ekki skilja það.