fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Snærós veltir fyrir sér ótrúlegu fylgishruni Sjálfstæðisflokksins – „Hann er bara ekkert hot lengur“

Eyjan
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 19:28

Snærós Sindradóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt bendir til þess að framundan séu sögulega slæmar kosningar fyrir Sjálfstæðisflokkinn en skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn fái undir 15% fylgi sem myndi flokkast sem algjört afhroð í sögulegu samhengi. Fjölmiðlakonan Snærós Sindradóttir tók saman skemmtilegan pistil um yfirvofandi fylgishrun flokksins á bloggsíðu sinni undir yfirskriftinni „Hann er bara ekkert hot lengur“ . Þar fer hún stuttlega yfir kosninganiðurstöður flokksins á þessari öld en versta niðurstaða flokksins var 24,2% fylgi í kosningunum árið 2021.

Snærós bendir á ýmislegt hafi gengið á á þessu kjörtímabili.

„Hvalveiðamálið hefur verið þvílík hringavitleysa, seinni Íslandsbankasalan er eitt allsherjar klúður (og sú fyrri líka, fyrir okkur sem trúum á þá hagfræði að sígandi lukka sé best og það borgi sig að láta hagnaðinn mjatla inn frekar en að taka þann stóra einu sinni… en það er aukaatriði), verðbólga og stýrivextir hafa gert stemninguna á Íslandi mjög súra,“

Viðtal sem varpar ljós á hversu hrapalega áætlanir flokksins hafa mistekist

Þá rifjar hún upp viðtal við Bjarna Benediktsson í Þjóðmálum  fyrir nokkru, sem hún hlustaði á við baðherbergisþrif, sem að setið hefur í henni síðan

„Sumsé, í þeim þætti talar Bjarni um innflytjendamálin á þeim grunni að þau hafi unnið kosningar um gervalla Evrópu og að íslenskir stjórnmálamenn þurfi að fara að horfa til þeirra fordæma. Þetta viðtal hefur setið svolítið í mér síðan. Þá varð mér fyrst ljóst að Bjarni vildi gera innflytjendamálin að kosningamáli, til að verjast fylgistapinu aktívt, miklu frekar en að þau stæðu svo í kokinu á honum í raun og veru. Taktík, frekar en einhver pólitísk sannfæring,“ skrifar Snærós.

Það sé ljóst að þessi taktík hafi hrapalega mistekist hjá Bjarna og flokknum. Ástæðan telur Snærós að sé einföld:

Sjálfstæðisflokkurinn missir allann sinn sjarma þegar hann barmar sér. Það langar engan að sofa hjá einhverjum sem vælir stöðugt yfir örlögum sínum, sem hann eða hún skóp algjörlega sjálf.
Sjálfstæðisflokkurinn er sætastur þegar hann er bjartsýnn, því bjartsýni er svo nærri eðli Íslendinga. Ef það er eitthvað sem ég hef kynnst hér í Ungverjalandi [þar sem Snærós stundar nám um þessar mundir], er hversu sterkur sá samanburður er við íslenska þjóðareðlið. Nú skil ég okkur betur. Eða verr, eftir því hvernig á það er litið,“ skrifar Snærós.

„Við vorum sjúk í hann lengi, en hann er bara ekkert hot lengur“

Hún segir að þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur bjarta framtíðarsýn og lofar miklæu í landi tækifæranna þá sé hann heillandi fyrir marga.

„Íslenska þjóðin hefur fyrirgefið ótrúlegustu skandala í hjónabandi sínu við Sjálfstæðisflokkinn, af því hann er enn bara svo heillandi og hot eiginmaður. Við fáum enn fiðring – þrátt fyrir öll svikin, brigslin og hliðarsporin. Fyrir sum er Sjálfstæðisflokkurinn ómótstæðilegur; sterkur, sannfærandi og kannski ekki alltaf fullnægjandi, en ég get breytt honum.

En þegar eiginmaðurinn er sestur í húsbóndastólinn, með dregið fyrir stofugluggana, og bölvar öllum um ógæfu sína nema sjálfum sér – þá fellur hratt á hann. Þegar eiginmaðurinn er hættur að bursta í sér tennurnar og stendur og glápir út um rifu á gluggatjöldunum á útlendu fjölskylduna sem er að koma sér fyrir í næsta húsi, þá er þessu hjónabandi sjálfhætt. Það klæðir sig enginn upp fyrir slíkan þurs. Og þjóðin virðist ekki ætla að mæta á kjörstað fyrir þann gæja. Vælandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert sexý þegar við munum eftir Sjálfstæðisflokki í rokna stuði. Við vorum sjúk í hann lengi, en hann er bara ekkert hot lengur,“ skrifar fjölmiðlakonan.

Hér má lesa færslu Snærósar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“