Leicester er búið að reka knattspyrnustjóra sinn Steve Cooper en frá þessu var greint í kvöld.
Cooper fékk tækifærið hjá Leicester í sumar eftir að Enzo Maresca ákvað að yfirgefa félagið og halda til Chelsea.
Eftir lélegt gengi undanfarið hefur Leicester ákveðið að reka Cooper úr starfi en liðið situr í 16. sæti úrvalsdeildarinnar.
Síðasti leikur Cooper var á heimavelli gegn Chelsea í gær en sú viðureign tapaðist 2-1.
Þá hafa þeir Alan Tate og Steve Rands fengið sparkið en þeir voru í þjálfarateymi Cooper.