Real Madrid er búið að finna arftaka Carlo Ancelotti en hann verður líklega rekinn frá félaginu á næstunni.
Frá þessu greinir Relevo en miðillinn segir að Real sé sterklega að íhuga að láta Ancelotti fara eftir slæmt gengi í vetur.
Ancelotti tókst að bjarga starfinu í landsleikjahlénu eftir að hafa unnið lið Osasuna 4-0 í síðasta leik.
Fyrir það hafði liðið tapað gegn AC Milan og Barcelona á heimavelli og er Ancelotti undir gríðarlegri pressu.
Samkvæmt Relevo þá mun Santiago Solari taka við Real ef eða þegar Ítalinn verður rekinn frá félaginu.
Solari er fyrrum leikmaður Real og hefur áður starfað sem tímabundinn stjóri félagsins árið 2018.