fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 20:30

Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur gefið út ákærur á hendur tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri. Annar maðurinn, Albi Simaili, er aðeins tvítugur að aldri en hann var handtekinn þann 15. október 2023 með 14,13 grömm af kókaíni og 33,78 grömm af maríhúana í fórum sínum.

Hinn maðurinn,  Xhesi Hana er 25 ára gamall, en hann var hendtekinn mánuði síðar, þann 17. nóvember 2023,  og var þá með í vörslu sinni tæp 20 grömm af kókaíni og 28,45 grömm af maríhúana, sem lögreglan ætlar að hafi verið til sölu. Þá var hann með um 235 þúsund krónur í reiðifé á sér.

Þá er Hana einnig ákærður fyrir að hafa dvalist á Íslandi eða Schengensvæðinu í leyfisleysi í 755 daga. Hann hafði aðeins heimild til að dvelja innan svæðisins í 90 daga en hafði dvalið í 845 daga þegar hann var handtekinn.

Ákærurnar voru báðar auglýstar í Lögbirtingablaðinu, þar sem mennirnir voru nafngreindir, en það þýðir að ekki hefur tekist að birta þeim ákærurnar. Lögreglan virðist því ekki hafa upplýsingar um hvort Simaili og Hana séu enn í felum á Íslandi eða hafi yfirgefið landið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu