fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Fókus
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Cher, gaf á dögunum út fyrri hluta sjálfsævisögu sinnar Cher: The Memoir, Part One sem aðdáaendur hafa beðið spenntir eftir.

Í bókinni er skemmtileg saga af því þegar söngkonan heimsfræga ákvað að breyta nafni sínu formlega í Cher hjá hinu opinbera árið 1979. Cher, sem þá var 33 ára gömul, hafði alltaf talið sig heita Cherilyn Sarkisian, fram að þessu og því fékk hún sjokk þegar hún komst að því að lagalega hét hún Cheryl.

Cher segist hafa í kjölfarið gengið á móður sína, Georgia Holt, sem var aðeins 19 ára þegar hún eignaðist hana. Í ljós kom að móðirin hafði sannarlega ætlað að skíra dóttur sína Cherilyn. Þegar Cher var nýfædd hafi hjúkrunarkona komið inn, beðið um nafn barnsins og greinilega misheyrst og skráð inn rangt nafn. Georgia hafi svo kvittað undir hina röngu nafnagift.

Þegar Cher baunaði þá á móður sína að hún vissi ekki einu sinni nafnið á eigin börnum þá hafi móðir hennar sagt:

„Æi, ég var bara táningur og var að drepast úr sársauka. Slakaðu á!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“