Eins og flestir vita þá tapaði Manchester City gegn Tottenham í kvöld í ensku úrvalsdeildinni.
Leiknum lauk með 4-0 sigri Tottenham og var þetta þriðja tap Englandsmeistarana í deildinni í röð.
Ekki nóg með það heldur var þetta fimmta tap liðsins í röð í öllum keppnum og er útlitið ekki of gott.
City hefur verið sterkasta lið Englands í dágóðan tíma og var að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í tvö ár.
Pep Guardiola og hans menn eru fimm stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða á morgun gegn Southampton.