Það kom mörgum á óvart í gær þegar þýski landsliðsmaðurinn Kai Havertz var ekki í byrjunarliði Arsenal gegn Nottingham Forest.
Havertz er afskaplega mikilvægur hlekkur í liði Arsenal en hann var á bekknum í 3-0 sigri á Forest í deildinni.
Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar sem Havertz er á bekknum í úrvalsdeildinni en hans fjarvera kom ekki að sök.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafði þetta að segja um fjarveru Havertz en Gabriel Jesus fékk tækifærið í fremstu víglínu.
,,Við erum að sýna öllum hópnum traust og erum að glíma við ákveðna hluti sem koma í veg fyrir að sumir leikmenn geti byrjað leikinn,“ sagði Arteta.
Leikmenn eins og Gabriel Martinelli, Thomas Partey og Declan Rice voru einnig á bekknum hjá Arsenal í gær.