fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433Sport

Ákveðinn Maresca svaraði fullum hálsi: ,,Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hefur að segja“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur lítinn áhuga á því sem landsliðsfyrirliði Englands, Harry Kane, hafði að segja á dögunum.

Kane gagnrýndi leikmenn enska landsliðsins sem ákváðu að draga sig úr hópnum fyrir leiki gegn Grikkjum og Írlandi í Þjóðadeildinni.

Einn af þeim var Cole Palmer, stjarna Chelsea, sem spilaði í 2-1 sigri sinna manna gegn Leicester í gær.

Maresca segir að hann sé lítið að spá í því sem Kane hefur að segja en Palmer var tæpur vegna meiðsla er hann var valinn í landsliðshópinn fyrr í mánuðinum.

,,Það sem ég hef að segja er að leikurinn kláraðist fyrir tíu mínútum og við unnum 2-1 sigur,“ sagði Maresca í gær.

,,Ég hef ekkert að segja um þetta. Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hafði að segja.“

Maresca var svo spurður út í hvort hann hafi sett pressu á Palmer að draga sig úr hópnum og þvertók fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gerir stuðningsmenn Liverpool reiða með nýjustu ummælunum – Stærsta stjarnan ekki í heimsklassa?

Gerir stuðningsmenn Liverpool reiða með nýjustu ummælunum – Stærsta stjarnan ekki í heimsklassa?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola í miklum vandræðum með Tottenham

Guardiola í miklum vandræðum með Tottenham