Rafael Benitez þurfti ekki að hugsa sig lengi um er hann var beðinn um að nefna þann besta sem hann þjálfaði á ferlinum.
Benitez nefndi þar Steven Gerrard, goðsögn Liverpool, en þeir unnu Meistaradeildina saman á sínum tíma.
Spánverjinn segir að Gerrard hafi verið engum líkur þrátt fyrir að hafa þjálfað margar stórstjörnur á sínum ferli.
,,Það er besti leikmaður sem ég hef þjálfað á ferlinum. Hann var góður alveg frá byrjun, þegar við vorum að kynnast,“ sagði Benitez.
Benitez var svo beðinn um að bera saman Gerrard og Cristiano Ronaldo og hafði þetta að segja:
,,Stevie var með kraftinn, hann gat skorað mörk, var góður í loftinu og með báðum fótum. Hann gat skorað af löngu færi, stuttu færi, úr vítaspyrnum og aukaspyrnum.“
,,Hann gat varist ef þess þurfti. Hann var með orkuna, æfði vel og var frábær atvinnumaður.“