Óli Valur Ómarsson er kominn til Breiðabliks en hann kemur til félagsins frá Sirius í Svíþjóð.
Þetta var staðfest í dag en um er að ræða 21 árs gamlan leikmann sem var í láni hjá Stjörnunni í sumar.
Óli Valur er uppalinn hjá Stjörnunni en hann skrifaði undir samning við Sirius árið 2022.
Hann á að baki sex landsleiki fyrir U21 landslið Íslands og er talið að Breiðablik borgi um 15 milljónir króna fyrir hans þjónustu.
Líkur eru á að Óli Valur sé dýrasti leikmaður í sögu íslenska boltans en hann er hægri bakvörður og á framtíðina fyrir sér.
Óli Valur skrifar undir fjögurra ára samning við Íslandsmeistarana.