fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. nóvember 2024 14:30

Arion Banki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki hefur birt yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum sínum. Reiðialda hafði gosið upp á samfélagsmiðlum eftir að Arion greindi frá breytingunum í 42 síðna bréfi sem viðskiptavinir skildu illa.

Í tilkynningu bankans kemur fram að skilmálabreytingarnar taki gildi þann 18. janúar næstkomandi fyrir núverandi viðskiptavini en strax fyrir nýja.

Helstu breytingar á almennum viðskiptaskilmálum eru:

Bætt var við ákvæði um aðgang viðskiptavina að vildarkerfi.

Skerpt var á heimildum bankans til að afhenda viðskiptavinum skjöl og yfirlit á rafrænu formi.

Bætt var við ákvæði um hvaða skilmálar gilda ef misræmi er í upplýsingum í appi og netbanka.

Bætt var við ákvæði um að gjöld vegna vara og þjónustu þriðja aðila, sem finna má í verðskrá bankans, geta tekið breytingum án fyrirvara.

Bætt var við ákvæði um niðurfellingu umboða þar sem bankinn áskilur sér rétt til að fella niður umboð ef við teljum hættu á misferli, svikum, peningaþvætti eða sambærilegu, og ef við teljum að umboð sé ófullnægjandi eða meira en 24 mánuðir hafa liðið án þess að umboð hafi verið notað.

Sjá einnig:

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Þá voru einnig gerðar breytingar á almennum innlánsskilmálum, debetkortaskilmálum og kreditkortaskilmálum. Hægt er að sjá þær hér. Tekið er fram að þetta yfirlit er ekki tæmandi heldur sett saman í upplýsingaskyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Í gær

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný