Harry Kane bætti í gær met Erling Haaland í þýsku Bundesligunni er hann lék með Bayern Munchen gegn Augsburg.
Kane er 31 árs gamall enskur landsliðsmaður en hann kom til Bayern frá Tottenham á síðasta ári.
Englendingurinn hefur raðað inn mörkum í Bundesligunni síðan þá og hefur nú skorað 50 mörk í 43 leikjum.
Haaland var áður sá sneggsti til að skora 50 mörk en Kane gerði það í 43 leikjum sem toppar met Norðmannsins.
Samtals hefur Kane skorað 64 mörk í 62 leikjum fyrir Bayern í öllum keppnum en hann var að hefja sitt annað tímabil hjá félaginu.