fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. nóvember 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rene Meulensteen, fyrrum þjálfari hjá Manchester United, telur að það séu engar líkur á að Cristiano Ronaldo snúi aftur til Evrópu áður en ferlinum lýkur.

Ronaldo er 39 ára gamall í dag en hann er á mála hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu og er þeirra mikilvægasti maður í sókninni.

Um er að ræða ákveðið líkamlegt undur sem gæti mögulega spjarað sig í Evrópu í dag en Meulensteen telur að þeim kafla Ronaldo sé lokið.

,,Sádi seldi honum þá hugmynd að koma til landsins og vekja frekari athygli á deildinni þar í landi, hann er sendiherra fyrir þessa deild og aðrir leikmenn hafa tekið sama skref,“ sagði Meulensteen.

,,Hann hefur stækkað sitt vörumerki á heimsvísu og er enn að spila fyrir portúgalska landsliðið – hann mun vilja spila á HM 2026.“

,,Ef hann fer aftur til Evrópu þá er ekki víst að hann fái að byrja alla leiki og það er ekki það sem hann vill. Hann vill byrja leikina og halda áfram að skora til að ná þúsund mörkum. Það er hans markmið í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Í gær

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað
433Sport
Í gær

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“