Hávaxnasta kona heims, Rumeysa Gelgi, er um 2,15 metrar á hæð á meðan lágvaxnasta kona heims, Jyoti Amge er aðeins um 64 sm. Það var því sjón að sjá þessar tvær hlið við hlið en það gerðist einmitt á dögunum þegar þær Amge og Gelgi hittust í tesopa í London.
Fundurinn var skipulagður af heimsmetabók Guinness.
Fyrir liggur að Gelgi lítur niður til Amge á meðan sú síðarnefnda lítur upp til Gelgi. Það gerði þó ekki að sök á miðvikudaginn þar sem þær náðu vel saman og deildu raunum sínum af því að vera ekki af hefðbundinni hæð.
„Það var stórkostlegt að hitta Jyoti í fyrsta sinn,“ sagði Gelgi. „Það var erfitt fyrir okkur að mynda augnsamband út af hæðarmuninum en þetta var æðislegt. Við eigum nokkuð sameiginlegt. Við elskum báðar snyrtivörur, dekur og neglur.“
Amage deildi þessari upplifun. „Ég er svo vön því að líta upp og sjá fólk sem er hærra en ég en það var gaman að horfa í dag upp til hæstu konu í heimi. Ég er í skýjunum að hafa hitt Rumeysa, hún er svo góðhjörtuð og mér fannst mjög þægilegt að tala við hana.“
Gelgi er frá Tyrklandi og starfar sem vefhönnuður. Hún er með ástand sem kallast Weaver-heilkenni sem veldur auknum vexti og afmyndum beinagrindur. Hún getur því aðeins staðið með aðstoð göngugrindar.
Amage er leikkona frá Indlandi og margir þekkja hana úr hryllingsþáttunum American Horror Storry, en hún er með dvergvöxt.