fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður um borð í flugi EasyHet sem flaug yfir Ísland fimmtudagsmorguninn náði myndbandi af eldgosinu sem hófst milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells skömmu eftir klukkan ellefu á miðvikudagskvöldið. DailyMail greinir frá málinu.

Ferðamaðurinn heitir Kayleigh, en hún er sögð aðdáandi West Ham frá enska bænum Bedford. Hún deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum X og skrifaði með því: „Lífið mitt hefur náð hámarki. Ekkert mun nokkurn tímann toppa þetta. Eldgos hófst í gærkvöldi á Íslandi.“

Kayleigh sagði í samtali við DailyMail að ferðalagið hafi byrjað með hvelli en andrúmsloftið í fluginu varð spennuþrungið þegar farþegar áttuðu sig á því hverju þeir voru að verða vitni að.

Sumir urðu nokkuð stressaðir að sjá náttúruöflin í öllu sínu veldi. „Ég varð ekkert stressuð en ég held að nokkrir um borð hafi verið það. Ég er frekar afslöppuð manneskja og ég hugsaði að ef það væri hætta á ferð þá hefði fluginu verið beint af leið. Flugmaðurinn tilkynnti okkur þetta löngu áður en við gátum séð en andrúmsloftið var magnað. Allir tóku andköf og tóku myndbönd fullir lotningar. Ég vorkenndi öllum sem sátu hægra megin í vélinni svo ég hélt símanum uppi við gluggann svo hinir gætu séð líka.“

Það var dimmt úti sem gerði að verkum að farþegar áttu hægara um vik að berja dýrðina augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund