fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

433
Laugardaginn 23. nóvember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is ræddu þeir Helgi Fannar og Hrafnkell Freyr að sjálfsögðu um tíðindi sem bárust í vikunni um að Alfreð Finnbogason hefði lagt skóna á hilluna.

Alfreð tilkynnti þetta en hann hafði verið án félags frá því hann fór frá Eupen í sumar. Sóknarmaðurinn á að baki glæsilegan atvinnumannaferil í deildum á borð við þá spænsku, þýsku og hollensku, auk þess sem hann spilaði stórt hlutverk í gullaldarliði íslenska landsliðsins sem fór á EM og HM.

„16-17 ára bjóst ég ekki alveg við þessum ferli, ég viðurkeni það. Ég vissi alltaf að það væru miklir hæfileikar til staðar en svo bætir hann sig ár frá ári og tekur auðvitað yfir íslensku deildina 2010,“ sagði Hrafnkell og á þar við þegar Alfreð átti stóran þátt í að tryggja Blikum Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn.

video
play-sharp-fill

Alfreð var algjör lykilmaður hjá þýska liðinu Augsburg um árabil og segir Hrafnkell að það kæmi sér ekki á óvart ef hann yrði ráðinn þangað í starf á bak við tjöldin einn daginn.

„Hann fer örugglega einhvern tímann í eitthvað starf hjá Augsburg. Það er mín spá, hann er í það miklum metum þarna.“

Nú er Alfreð hins vegar í starfi hjá knattspyrnudeild Breiðabliks sem tæknilegur ráðgjafi og má búast við að hann hafi meiri tíma í það þar sem skórnir eru farnir á hilluna.

„Þetta er starf sem hann er búinn að mennta sig í. Hann er bæði góður í að búa til strúktur, að finna leikmenn og svo er hann góður með peninga líka held ég, án þess að hafa skoðað bókhaldið hans.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óli Valur keyptur til Breiðabliks

Óli Valur keyptur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Í gær

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United
433Sport
Í gær

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara
Hide picture