fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433Sport

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“

433
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is gerðu þeir Helgi Fannar, Hörður Snævar og Hrafnkell Freyr leiki íslenska karlalandsliðsins á dögunum vel upp.

Ísland vann Svartfjallaland 0-2 en tapaði svo 4-1 gegn Wales sem þýðir að liðið fer í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar.

„Í raun var þetta eins og flestir landsleikjagluggar undir stjórn Hareide. Manni finnst eins og hlutirnir séu að detta í rétt horf en það eru þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur varnarlega, skipulagið virðist ekki halda út,“ sagði Hörður, en Hareide hefur stýrt liðinu í um eitt og hálft ár.

video
play-sharp-fill

„Karakterinn seinasta hálftímann í Svartfjallalandi var frábær. Fram að því vorum við ekki góðir en liðið sýndi íslenskan baráttuvilja, vörðust vel, markvörðurinn að taka vörslur og nýttu svo sénsana þegar þeir komu. Wales leikurinn byrjaði vel en það er eins og þessi meiðsli Orra hafi riðlað svolítið miklu. Það sem stingur kannski mest eftir það er þegar Andri Lucas sagði í viðtali eftir leik að það hafi ekki verið annað plan. Mikael Egill kemur inn fyrir Orra og ég skil alveg þá skiptingu en samt held ég að ég hefði frekar farið í pjúra senter, einhvern stærri,“ bætti hann við, en Orri fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Varnarleikur Íslands hefur mikið verið í umræðunni og margir á því að hann sé veikleiki liðsins.

„Þessi varnarlína þarf aðallega að ná einhverjum leikjum saman. Það er aldrei í þessum gluggum sem við náum sömu mönnunum saman inn á. Ég veit ekki hversu marga landsleiki í röð maður fór á og þetta voru bara Birkir Már, Raggi, Kári og Ari Freyr. Það er hægt að rótera kant- og miðjumönnum en þetta er staðan sem vantar stöðugleika í,“ sagði Hörður áður en Hrafnkell tók til máls.

„Það tala allir um slæman varnarleik en mér finnst oft eins og leikmenn, þegar gengur vel og sjálfstraustið magnast, þá förum við oft að gera hluti sem við erum ekkert menn í. Eins og þegar það er sparkað til baka á Hákon, hann sparkar í mann og inn. Sendingin frá Valgeiri rétt fyrir hálfleik. Það vantar stundum meira „no nonsense“ í þessa leikmenn. Það er 47. mínúta, farið bara inn í hálfleik með 1-1.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“

Var um kyrrt þrátt fyrir árás Putin á Úkraínu – ,,Ég ætla ekki að forða mér burt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu

Ronaldo og félagar að missa lykilmann til Evrópu
Hide picture