Það var ekki auðvelt fyrir leikmenn Bayern Munchen að vinna með snillingnum Pep Guardiola á sínum tíma.
Þetta segir Robert Lewandowski, fyrrum leikmaður liðsins, en hann er í dag á mála hjá Barcelona sem er einnig fyrrum félag Guardiola.
Persónuleiki Guardiola hefur alltaf verið ansi einstakur en hann var ekki sá besti í mannlegum samskiptum er hann tók við keflinu á Allianz Arena.
Guardiola hefur bætt sig í því síðustu ár en hann hefur gert magnaða hluti með ensku meistarana í Manchester City.
,,Eins og hann var sem persóna þá var erfitt fyrir okkur leikmennina að skilja hann út í gegn, hann var svo mikill snillingur varðandi taktík og hugmyndafræði,“ sagði Lewandowski.
,,Ég hef tekið eftir því á undanförnum árum að hann hefur breyst. Ég held að hann hafi áttað sig á því að mannlegi þátturinn skipti miklu máli og það gæti hjálpað honum enn frekar þegar kemur að taktíkinni.“