Það verður ekkert pláss í leikmannahópi Barcelona fyrir danska landsliðsmannin Andreas Christensen er hann jafnar sig af meiðslum.
Þetta segir Sport á Spáni en Christensen hefur aðeins spilað einn leik í vetur vegna meiðsla.
Hansi Flick, stjóri Barcelona, er búinn að taka ákvörðun um það að hann sé þurfi ekki á þessum fyrrum miðverði Chelsea að halda.
Christensen er samningsbundinn Börsungum til ársins 2026 en hann spilaði 42 leiki í öllum keppnum á síðustu leiktíð.
Búist er við að Daninn verði klár í slaginn í janúar en hans bíður líklega sala frekar en mínútur á vellinum.