fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Eyjan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal helstu tíðinda kosningabaráttunnar er að nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, stigið fram eftir sjö ára hljóða og prúða samleið með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum og ráðist gegn samstarfsmönnum sínum með beittri gagnrýni. Þetta vekur athygli vegna þess að Framsókn hefur látið flest yfir sig ganga í þessu samstarfi á vettvangi vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur og síðar Bjarna Benediktssonar.

Orðið á götunni er að nokkrar ástæður liggi þarna að baki. Þolinmæði Sigurðar Inga og félaga er á þrotum og það fyrir löngu síðan. Horfur í aðdraganda kosninganna eru slæmar fyrir Framsókn sem hefur verið að mælast í skoðanakönnunum með 3 til 5 þingmenn sem yrði hreint afhroð miðað við árangur flokksins fyrir þremur árum þegar Framsókn fékk 13 þingmenn kjörna. Þá gerir Sigurður Ingi sér ljóst að úrslit kosninga verða væntanlega önnur en skoðanakannanir segja til um og flokkur hans gæti náð meiri árangri, t.d. 6 eða 7 þingmönnum, sem gæti nægt til að verða þriðji flokkur í ríkisstjórnarmyndun. Þess vegna er mikilvægt að spyrna sér frá Sjálfstæðisflokknum sem er að mati fjölda kjósenda mjög fráhrindandi eftir misheppnaða stjórnarsetu sem burðarás í sjö ár í vinstri stjórninni.

Útspil Sigurðar Inga vekur mikla athygli því hann hefur setið hljóður og yljað sér og flokki sínum við kjötkatlana í sjö ár í skjóli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Rúmri viku fyrir kosningar stígur hann fram og talar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið „stjórnlaus“ og að samstarf stjórnarflokkanna á Alþingi hafi verið „mjög lélegt, afleitt“. En nú er samstarfið búið og ekki lengur neinn heimiliseldur til að ylja sér við: „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti,“ segir gamalt orðatiltæki.

Nú er ekkert öl á könnu fráfarandi stjórnarflokka þessarar misheppnuðu vinstri stjórnar. Þá er hægt að stökkva fram og reka rýtinginn í bakið á félögum sínum til síðustu sjö ára. Kjósendur verða svo að meta hvort þetta er drengilegt og til einhverrar fyrirmyndar.

Orðið á götunni er að í örvæntingu reyni Framsóknarflokkurinn núna allt: Tekin var „skóflustunga“ við Ölfusá í gær vegna fyrirhugaðrar brúarsmíði en þar fékk Sigurður Ingi að stýra gröfu. Ekkert mun gerast í framhaldinu annað en hönnuðir leggjast yfir vinnu sína næstu mánuði! Framsókn talar um að lækka virðisaukaskatt á matvæli 10 dögum fyrir kosningar án þess að segja orð um það hvernig á að mæta því tekjutapi ríkissjóðs. Ætlar Sigurður Ingi að fela næstu ríkisstjórn að bæta því bara við 60 milljarða halla ríkissjóðs á næsta ári sem hann tilkynnti um í síðustu viku? Þá hafa fagráðherrar flokksins verið að spila út einhverjum gjöfum til kjósenda upp á síðkastið. Ekki er það trúverðugt. Kjósendur eru ekki fífl. Trúlega ekki eins vitlausir og Framsóknarmenn virðast halda.

Orðið á götunni er að örvæntingarfullar árásir Framsóknar á samstarfsflokkana séu ódrengilegar en mikilvægar að því leyti að þær sýni kjósendum hversu rotið að innan stjórnarsamstarfið var og hafði verið um langt skeið. Lengi hafi verið vitað um ágreining sjálfstæðismanna og vinstri grænna. Nú sé komið á daginn að ástandið milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins var ekkert betra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“