Ísland vann Svartfjallaland 0-2 en tapaði svo 4-1 gegn Wales sem þyðir að liðið fer í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Framtíð þjálfarans Age Hareide hefur mikið verið í umræðunni og virðast æ fleiri á því að KSÍ nýti sér uppsagnarákvæði í samningi hans í komandi viku.
„Fyrir mánuði síðan var ég orðinn harður á að það ætti að skipta um þjálfara og ég er eiginlega enn þá þar. Mér finnst allt benda til þess að svo sé því ef hann hefði stuðning KSÍ væri bara komið út með það. Þeir hafa leyft þessu að malla í heilan mánuð,“ sagði Hörður í þættinum.
Tvö nöfn hafa aðallega verið nefnd í samhengi við næsta landsliðsþjálfara Íslands.
„Við sjáum Frey Alexandersson segja í Chess After Dark að hann myndi alltaf taka samtalið. Arnar Gunnlaugs segir í skemmtilegu spjalli við Loga Bergmann og félaga að hann hafi áhuga á starfinu. KSÍ hefði bara með einföldum skilaboðum getað drepið þá umræðu en greinilega vilja það ekki.“
Umræðan í heild er í spilaranum.