fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2024 14:44

Dagsetningin dularfulla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag deildu risarnir þrír á sjónvarpsmarkaði, RÚV, Stöð 2 og Sjónvarp Símans, sömu færslunni samtímis á Facebook-síðum sínum. Skilaboðin voru einföld en óræð, dagsetningin 6. desember 2024.

Deilingin vakti athygli netverja sem að komu með ýmsar kenningar um hvað væri á döfinni. „Hvað er í gangi? Samruni?,“ sagði einn og annar bætti við: „Marteinn Mosdal fær loksins draum sinn uppfylltan! EIN RÍKISRÁS FYRIR ALLA!“

Gísli Marteinn býr leigulaust í höfði margra og að sjálfsögðu henti einn netverji í slíkt grín: „Gísli Marteinn á samtengdum rásum. Þjóðin í Gíslingu.“

Öllu skarpari netverji benti þó á að líklega væri um að ræða kitlu fyrir fjáröflunarþátt Unicef á Íslandi og kann það vel að vera miðað við bakgrunnslitinn á tilkynningunni.

Enn sem komið er hefur þó ekkert heyrst frekar frá stöðvunum um merkingu þessarar dularfullu dagsetningar, en forvitni fólks hlýtur að verða svalað innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja