fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Eyjan
Laugardaginn 23. nóvember 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom út í Noregi bókin Pabbi, um ævi og drykkjuskap gamals bekkjarbróður míns Kristjáns Guðlaugssonar. Bókina skrifar Mímir sonur hans. Kristján bjó í Noregi í fjöldamörg ár og Mímir lýsir vel einmanaleika og einangrun föður síns. Drykkjan ræður för og galeiðuþræll Bakkusar verður með tímanum óhæfur að lifa borgaralegu lífi. Hann hrökklast úr einu skjólinu í annað og smám saman líður honum skást einum og illa. Allir sem unnið hafa með alkóhólistum þekkja þennan einmanaleika drykkjumannsins.

Mímir lýsir því vel hversu mjög faðir hans hataði 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna. Hann hafði ímugust á þjóðerniskennd dagsins þar sem flestir ganga um í þjóðbúningum, veifandi fánum og drekka ropvatn. Í augum Kristjáns var þetta fölsk gleði sem hafði ekkert með hann að gera. Hann skrifaði í dagbókina sína: „Þú sleppur ekki. Noregur, Noregur, áfram Noregur er allt sem þú heyrir. Land sem er gjörsneytt listum, bókmenntum og menningu ætti að halda kjafti en þeir æpa bara hærra. Þau eru norsk og vita ekki betur.“ Kristján þolir ekki samstöðu og gleði Norðmanna þennan dag vegna þess að hann stendur utangarðs bæði sem Íslendingur og drykkjumaður.

Leiðir okkar Kristjáns skildu fyrir rúmlega 60 árum síðar og við fetuðum hvor sína leið. Það er skrítið að hitta hann aftur á síðum þessarar bókar. Hann stendur ljóslifandi fyrir mér með sinn heillandi persónuleika en smám saman tekur annar og skuggalegri maður völdin. Sjálfur var ég um árabil dyggur ræðari á þessari sömu galeiðu Bakkusar konungs og þekki vel af eigin raun kaup og kjör áhafnarinnar. Harmræn saga og endalok Kristjáns skólabróður míns hefði getað orðið mín saga. Með Guðs hjálp og styrk AA samtakanna tókst mér að slíta af mér fjötrana og feta aðra slóð. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur en Stjána Guðlaugs minnist ég með hlýju og sorg í hjarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin