fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. nóvember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Gunnarsson, ritstjóri bb.is og fyrrverandi þingmaður, segir að laxeldi sé komið til að vera á Vestfjörðum en rekinn sé linnulaus áróður gegn því í fjölmiðlum. Kristinn birtir skoðanagrein um málið á Vísir.is. Hann að áróðursherferðin gegn laxeldi á Vestfjörðum hafi brotlent:

„Kjördæmaþáttur RUV á miðvikudaginn var að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu laxeldisins. Undanfarin tvö ár hefur verið samfelldur áróður gegn sjókvíaeldinu og þá sérstaklega gegn eldinu á Vestfjörðum. Þar hafa einstakir hópar og samtök á vegum fjársterkra aðila varið miklu fé til að kosta áróðurinn. Nægir þar að nefna IWF, sem nefnir sig nú íslenska náttúruverndarsjóðinn og erlenda fyrirtækið Patagoníu. Reykjavíkurfjölmiðlarnir hafa verið galopnir fyrir andstæðinga laxeldisins sem hafa fengið að valsa inn og út að eigin vild og útvarpa sínum áróðri en staðreyndir legið óbættar hjá garði.

Á síðasta ári var sett fram krafan um að eldið yrði stöðvað með öllu og haldinn útifundur á Austurvelli því til stuðnings. Fyrir komandi kosningar er enn krafist banns við fiskeldi og farið með áróðursmynd um landið um stöðu laxveiðiáa í Noregi og frambjóðendum stillt upp við vegg og þeir krafðir um stuðning við bann.

En svör frambjóðendanna í Norðvesturkjördæmi í þættinum sýndu áhorfendum brotlendingu á þessari áróðursherferð. Það er aðeins einn flokkur sem gengst við því að hann vilji banna laxeldið. Annar reynir að troða marvaðann. Að öðru leyti voru frambjóðendur flokkanna tíu sammála um að laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum er komið til að vera og meira en það, það er komið til þess að vaxa og dafna.“

Hvað á að koma í staðinn?

Kristinn segir að laxeldið hafi bundið enda á tímabil hnignunar og samdráttar á Vestfjörðum. Þeir sem vilji banna það ógni afkomu fólks og bendi ekki á neitt sem gæti komið í staðinn fyrir það:

„Þegar frambjóðendurnir sjá þennan veruleika og hafa í huga áratugina þegar allt gekk á verri veg, Vestfirðingum fækkaði um 40% og samdráttur einkenndi hvert pláss hrýs þeim auðvitað hugur við kröfunni um að banna laxeldið og taka vonina frá fólki. Því fylgir sú ábyrgð að koma með annað í staðinn fyrir það sem bannað er og þar hafa menn engin svör. Krafan um bann við laxeldið er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum. Frammi fyrir þessum veruleika verður frambjóðendunum ljóst að þeir vilja ekki axla ábyrgð á afleiðingum bannsins. Þess vegna voru frambjóðendurnir nær samhljóða í svörum sínum á þá lund að fiskeldið myndi halda áfram.“

Kristinn segir skaðsemi laxeldisins vera orðum aukna og eldisfyrirtækin séu að þróa ýmsar aðferðir gegn skaðvöldum á borð við lús og sjúkdóma og séu að ná þar árangri. Hann bendir á að tekjur þjóðarbúsins af laxeldi séu 40-45 milljarðar á ári og því hafi þjóðin ekki efni á því að greinin verði bönnuð. „Lífskjarabati almennings á næstu árum verður borinn uppi af vextinum í laxeldinu,“ segir Kristinn en grein hans má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands