fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2024 11:12

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eiginmaður minn horfði á gróft klám og nú er það að eyðileggja kynlífið okkar.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land.

Konan er 52 ára og eiginmaður hennar er 54 ára. Þau hafa verið gift í 25 ár og eiga tvö uppkomin börn.

„Hann hefur alltaf neitað fyrir að horfa á klám. Hann meira að segja sagði að ég væri vænisjúk, en ég trúði honum aldrei.

Ég breytti síðan stillingunum á tölvunni okkar og tókst þannig að skoða leitarsöguna hans.

Þá sá ég að hann hafði horft á hræðilegar myndir þar sem var verið að meiða fólk. Hann horfði á svona myndir á hverjum degi í mörg ár. Ég var miður mín yfir þessu og fannst hann hafa svikið mig.“

Konan sagði eiginmanni sínum frá því sem hún fann í tölvunni hans.

„Hann grátbað um fyrirgefningu. Hann sagðist ekki hafa stjórn á þessu og að hann hafi farið leynt með þetta því hann skammaðist sín svo mikið. Hann lofaði að hætta, og ég held að ég trúi honum. Ég veit að hann elskar mig.

Við erum að reyna að vinna í hjónabandinu en ég get ekki gleymt því sem ég sá. Í hvert skipti sem við byrjum að stunda kynlíf þá man ég hvað hann fílaði að horfa á – og hvað hann langar að gera í raun og veru – og ég verð að hætta.“

Ráðgjafinn svarar:

„Klám getur verið mjög ávanabindandi og það er gert svo að áhorfendur leitist í sífellt grófara efni. Það gæti verið að eiginmaður þinn þurfi hjálp til að hætta,“ segir hún.

„Það mun taka tíma að byrja að treysta honum aftur. Ef nándin verður áfram vandamál þá gæti hjálpað að fara til sambandsráðgjafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár