fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 11:00

Þorvaldur Þórðarson og Magnús Tumi Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og landsmenn vita hófst tíunda eldgosið á Reykjanesskaganum í fyrrakvöld í þeirri hrinu sem staðið hefur yfir frá því á vormánuðum 2021. Vísindamönnum ber saman um að farið sé að síga á seinni hlutann í þessari eldsumbrotahrinu – sem betur fer segja eflaust flestir – en spurningin er hversu mörg gos eru eftir.

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í dag er rætt við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing og í Morgunblaðinu í dag er rætt við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing um framhaldið á Reykjanesskaganum.

Þorvaldur segir við Heimildina að hans tilfinning sé sú að við munum í besta falli fá eitt til tvö gos til viðbótar og umbrotin muni líklega stöðvast áður en langt um líður.

„Það er eins og það dragi smátt og smátt úr innflæðinu. Ef það heldur áfram þá endar með því að þú lokar fyrir þetta flæði úr dýpra hólfinu inn í það grynnra. Þá ertu búinn að loka fyrir aðfærsluna á kviku inn í þetta kerfi sem er að gjósa. Þá stöðvast þetta. Mín tilfinning er að við sjáum í besta falli kannski eitt til tvö gos í viðbót og þá er þetta búið,“ segir hann í viðtalinu.

Gosið hélt áfram að malla í nótt og var stöðug virkni í því. Gýs nú á þremur stöðum og er hraunrennslið aðallega í vestur fram hjá Bláa lóninu.

Magnús Tumi er sömu skoðunar og Þorvaldur ef marka má ummæli hans í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að besta mögulega sviðsmyndin sé sú að yfirstandandi gos sé það síðasta í hrinunni sem nú stendur yfir.

„Sagan segir okkur að þegar þetta gos er búið þá sé komin upp álíka mikil kvika og í fyrsta fasa Reykjaneseldanna í kringum árið 800. Ef þetta fylgir meðaltalinu þá er þetta álíka mikil kvika og hefur nú þegar komið upp á síðustu þremur árum,“ segir hann og bætir við að það ætti ekki að koma á óvart þó eitt til tvö gos kæmu upp til viðbótar. En náttúran kemur sífellt á óvart og það er til önnur dekkri sviðsmynd.

„Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum. Þá gæti þetta haldið áfram í tvö til þrjú ár í viðbót með sama krafti,“ segir hann í Morgunblaðinu. Fari svo að hrinan stöðvaðist á næstu misserum býst hann við rólegheitum á Reykjanesskaganum næstu áratugina.

 „Ef miðað er við söguna mætti reikna með engum gosum í 100-150 ár eftir þessa hrinu. Þannig hefur Reykjanesskaginn hegðað sér. Ef það gerist ekki þá myndi skaginn skila kviku upp á yfirborðið á 10-15 árum sem hann hefur alla jafna gert á nokkrum öldum. Það er mjög ólíklegt. Við höfum engin dæmi um það í jarðsögunni,“ segir Magnús Tumi við Morgunblaðið.

Þorvaldur segir við Heimildina að virknin gæti færst annað en ómögulegt sé að segja til um hvenær það gerist.

 „Það gæti færst í Eldvörpin, Krýsuvíkina eða jafnvel út á Reykjanesið. Það þarf ekki að gerast um leið og þetta hættir. Það geta liðið einhverjir mánuðir, ár eða áratugir þangað til við fáum næstu hrinu á Reykjanesskaganum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund