fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Pressan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir 13 ára pilts sagði hann vera aumingja af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu.  Faðirinn bauð syninum einnig fíkniefni.

Þetta kom fram fyrir dómi í Lundúnum þar sem réttað var yfir manninum. Metro segir að móðir piltsins hafi verið treg til að leyfa syninum að gista með föðurnum á hóteli í Bromley en hafi gefið sig.

Þegar pilturinn kom á hótelið bauð faðir hans honum kókaín og sagði honum að hann væri búinn að „kaupa“ vændiskonur.

Pilturinn sagði honum þá að hann vildi hvorki kókaínið né stunda kynlíf með vændiskonunni. Þetta fór illa í föðurinn sem sagði þá: „Ekki vera aumingi.“

Vændiskonurnar voru þá að sögn á leið á hótelið með leigubíl. Þegar þær komu, sagði faðirinn að sonur hans væri 18 ára. Pilturinn fór síðan inn í annað herbergi með annarri konunni, sem er 26 ára, og leyfði henni að „framkvæma kynlífsathöfn“ á sér. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni sagði pilturinn að hann hafi ekki viljað þetta og hafi liðið hryllilega á eftir.

Síðar um kvöldið komst móðirin að því hvað hafði átt sér stað og lét lögregluna vita og var faðirinn handtekinn.

Fyrir dómi játaði hann að hafa haft milligöngu um að sonur hans stundaði kynlíf og að hafa boðið honum kókaín.

Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist