fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Pressan
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abstrakt listaverk sem samanstendur af banana sem hefur verið festur á vegg með einangrunarlímbandi seldist nýlega á uppboði í New York fyrir 6,2 milljón Bandaríkjadala sem nemur um 885 milljón krónum.

Hæsta boðið kom frá frumkvöðli sem hefur grætt mikið á rafmyntum.

Verkið heitir „grínisti“ og er eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan. Verkið var frumsýnt árið 2019 í hátíðinni Art Basel Miami Beach. Gestir hátíðarinnar reyndu lengi að átta sig á því hvort að bananinn væri brandari eða ádeila á vafasama listsafnara. Á einum tímapunkti tók annar listamaður bananann af veggnum og borðaði hann.

Verkið vakti svo mikla athygli að það þurfti að fjarlægja það. Þrjár útgáfur þess seldust þó fyrir á bilinu 17-21 milljón samkvæmt listasafninu sem fór með umboð fyrir verkið á þeim tíma.

Nú fimm árum seinna hefur Justin Sun sem stofnaði rafmyntavettvanginn TRON borgað fjörutíufalt á við þá sem fyrst keyptu verkið. Þar sem bananinn er raunverulegur ávöxtur þá er ekki um varanlegt verk að ræða og því keypti Sun í raun vottorð um að hann hafi keypt verkið og hafi eftirleiðis heimild til að líma banana upp á vegg og kalla verkið „grínista“.

Justin Sun er hæstánægður með þennan rándýra banana sinn. Hann segir í yfirlýsingu að verkið tákni menningarlegt fyrirbæri sem sé brú milli heims listar, internet gríns og samfélag rafmynta. Hann hefur lofað því að á næstu dögum muni hann persónulega borða bananann og taka þar með þátt í þessum einstaka listgjörning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita