Þetta kemur fram í færslu á vef Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands en þar birtist myndin hér að neðan sem tekin er á bílastæði Bláa lónsins. Á henni má sjá að hraunjaðarinn er farinn að teygja sig býsna langt.
„Mikið framskrið hefur verið á hraunjaðrinum síðasta klukkutímann til vesturs. Hraunjaðarinn hefur verið að skríða stöðugt fram um nokkra metra á mínútu. Útlit er fyrir að það nái inn á bílastæðið á næsta hálftímanum,” segir í færslunni sem birtist klukkan 11:36.
„Þarna er hraunið komið um 4 km frá gossprungunni og jaðarinn virðist ekkert vera að hægja á sér. Myndarleg hrauná liggur beint til vesturs frá gossprungunni og færir hún mikið og stöðugt magn af hrauni að þessu svæði.”