fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Pressan
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert logn í bandarískum stjórnmálum þó að kjördagur sé liðinn. Donald Trump er á fullu við að skipa í embætti ríkisstjórnar sinnar og hefur ekki veigrað sér við að skipa umdeilda aðila í æðstu embætti. Einn þeirra er Pete Hegseth sem Trump hefur valið sem næsta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Hegseth, sem undanfarið hefur starfað fyrir Fox sjónvarpsstöðina, hefur enga pólitíska reynslu en hann og Trump hafa þó þekkt hvorn annan langa hríð. Var Trump mjög hrifinn af bók sem Hegseth, sem er fyrrverandi hermaður,  ritaði: „Stríðið gegn stríðsmönnum“ en Trump telur bókina afhjúpa hvernig vinstrimenn hafi svikið bandaríska hermenn og hvernig aftur þurfi að hefja herinn til vegs og virðingar.

Nú hefur gömul lögregluskýrsla verið dregin fram í dagsljósið. Þar sakaði kona Hegseth um kynferðisbrot. Skýrslan telur 22 blaðsíður og lýsir konan því meðal annars hvernig Hegseth hafi meinað henni að yfirgefa hótelherbergi, tekið af henni farsímann og svo nauðgað henni þrátt fyrir að hún hafi ítrekað sagt nei.

Hegseth neitaði sök og sagðist hafa átt samfarir við konuna með hennar samþykki. Atvikið átti sér stað fyrir 7 árum síðan þegar fyrri #MeToo-byltingin var í gangi. Engin ákæra var gefin út í málinu en Hegseth hefur þó gengist við því að hafa náð samkomulagi við konuna þar sem hann greiddi henni ótilgreinda fjárhæð til að fá hana til að falla frá kærunni. Segist Hegseth hafa óttast, þó hann væri saklaus, að ásakanir konunnar myndu leiða til þess að hann missti vinnuna hjá Fox.

„Lögregluskýrslan staðfestir það sem ég hef alltaf sagt, að atvikið var rannsakað og fullu og lögregla komst að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar væru falskar og því var engin ákæra gefin út,“ sagði lögmaður Hegseth í samtali við CNN. Miðillinn tók þó fram að ekkert í skýrslunni bendi til þess að lögregla hafi talið ásakanirnar uppspuna. Þegar CNN leitaði til konunnar sem kærði Hegseth brotnaði hún niður og neitaði að tjá sig, en fram hefur komið að samhliða greiðslu Hegseth til hennar skrifaði hún undir þagnareið.

Vinkona konunnar hafði samband við teymi Trump á dögunum og gerði þeim grein fyrir málinu. Mun það hafa komið herbúð Trump að óvörum.

Fram hefur komið að eftir meint brot leitaði konan á neyðarmóttöku og gekkst undir líkamsrannsókn ásamt því sem hún afhenti fötin sem hún klæddist kvöldið sem meint brot átti sér stað. Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu hafði svo samband við lögreglu.

Málið þykir nokkuð blaut tuska í andlit þolenda í Bandaríkjunum þar sem Trump hefur skipað fleiri í embætti sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot. Til dæmis maðurinn sem gæti orðið næsti dómsmálaráðherra landsins, Matt Gaetz, sem hefur verið sakaður um að taka þátt í kynlífsorgíum þar sem mikið var um fíkniefni og hann hafi þar keypt sér vændi og meðal annars haft samfarir við ólögráða táningsstúlku. Eins hefur Linda McMahon, sem hefur verið skipuð yfir menntamál Bandaríkjanna, verið sökuð um að hylma yfir kynferðisbrot gegn ungum piltum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir